Almennar spurningar
1. Hvað er Bambahús?
Bambahús eru smáhýsi úr endurnýttum IBC-tönkum og afgangsefnum byggingariðnaðar sem nýtast sem gróðurhús, kennslurými eða geymslur.
2. Úr hvaða efnum eru Bambahús gerð?
Þau eru fyrst og fremst stálgrindarhús byggð úr bömbum (IBC-tönkum), klædd gróðurhúsaplasti og ýmsum endurnýttum efnum.
3. Hvernig er Bambahús frábrugðið hefðbundnum gróðurhúsum?
Bambahús eru sterkbyggðari og hönnuð til að standast íslenskt veðurfar. Þau eru unnin úr endurnýttu hráefni og koma fullsamsett í 6,6 m² einingum sem auðvelt er að flytja. Húsin fylgja með gróðurkerfum og þau þarf hvorki að jarðfesta né taka úr notkun til að færa þau – þau eru hreyfanleg jafnvel í fullri notkun.
4. Af hverju kallið þið þau „Bambahús“?
Nafnið kemur frá orðinu bambi, sem er slangur fyrir IBC-tanka – aðalhráefnið í húsunum.
5. Hvernig tengist verkefnið sjálfbærni og uppvinnslu?
Við breytum úrgangi í verðmæti með því að gefa efnum nýtt líf í stað þess að þau endi á urðunarstað. Við erum eina fyrirtækið á Íslandi sem stundar uppvinnslu með umbúðir á þennan hátt.
Notkun og uppsetning
6. Hvað tekur langan tíma að setja upp Bambahús?
Uppsetning á einföldu húsi tekur þann tíma sem þarf til að lyfta því af flutningspalli – það kemur fullklárað, aðeins þarf að velja sléttan flöt. Ef óskað er eftir stærri húsum sjáum við um samsetningu, sem tekur um það bil 3 klukkustundir fyrir tvöfalt eða þrefalt hús.
7. Er hægt að setja upp Bambahús sjálfur eða þarf fagmann?
Já, þau eru hönnuð þannig að flestir geti sett þau upp sjálfir með einföldum verkfærum. Við höfum þó oft aðstoðað fólk við uppsetningu á staðnum.
8. Þarf sérstakan grunn eða undirbúning fyrir Bambahús?
Það þarf aðeins sléttan flöt. Ef húsið er sett beint á gras eða ræktunarsvæði er gott að leggja jarðdúk eða álíka undirlag fyrst.
9. Geta Bambahús staðist íslenskt veðurfar?
Já, þau eru sérstaklega hönnuð fyrir íslenskar aðstæður og hafa reynst vel í stormum og snjó. Það er ekkert sem getur fokið af þeim né brotnað.
10. Hversu lengi endist Bambahús?
Með eðlilegu viðhaldi geta þau enst í marga áratugi, með mjög litlu viðhaldi.
11. Er hægt að flytja Bambahús ef maður flytur búsetu?
Já, þau eru auðveld í flutningi og hægt að setja upp á nýjum stað. Eina sem þarf að gera er að tæma gróðurkerin – þá vegur hver eining aðeins um það bil 200 kg.
12. Eru Bambahús með loftræstingu eða hurðum/gluggum sem opnast?
Já, þau eru með hurð með föstum fögum sem hægt er að taka úr og opnanlegum loftgluggum til loftræstingar.
13. Hversu stórt er Bambahús og hvaða stærðir eru í boði?
Grunneiningin er 6,6 m², en einnig eru til tvöfaldar og stærri útfærslur.
Notendamiðuð spurningar
14. Hentar Bambahús fyrir skóla og leikskóla?
Já, þau eru mikið notuð í skólum fyrir kennslu og garðyrkjuverkefni.
15. Geta einstaklingar keypt eitt hús til heimilisnota?
Já, einstaklingar geta pantað beint frá okkur.
16. Eru til sérstakar útgáfur fyrir hjólageymslur, saunahús eða önnur not?
Já, við bjóðum upp á fjölbreyttar útfærslur eftir þörfum, þar með talið sérsmíði.
17. Hvað er hægt að rækta í Bambahúsi?
Allt sem venjulega er ræktað í gróðurhúsum – grænmeti, kryddjurtir, blóm og jafnvel í vatnsrækt eða fiskeldi.
18. Geta Bambahús nýst til annarra nota en ræktunar?
Já, þau henta einnig sem geymslur, vinnurými eða lítil samfélagsrými.
Kaup og verð
19. Hvað kostar Bambahús?
Verð fer eftir stærð og útfærslu – sjá nánar á „Húsin“-síðu.
20. Hvaða greiðslumöguleikar eru í boði?
Greiða má með millifærslu eða í samráði við okkur um aðrar lausnir.
21. Eru til styrkir eða samningar við sveitarfélög?
Já, margir skólar hafa fengið styrki eða gert samstarfssamninga við sveitarfélög.
22. Bjóðið þið upp á afslætti fyrir hóp- eða magnpantanir?
Já, við gerum sérstök tilboð fyrir stærri pantanir.
23. Er hægt að fá Bambahús sérsniðið að þörfum?
Já, við getum aðlagað húsin eftir verkefnum og rýmum.
Viðhald og ending
24. Hvað þarf að gera til að viðhalda Bambahúsi?
Halda gluggum og hurðum í lagi, hreinsa reglulega og smyrja lamir eftir þörfum. Fyrir utan það er lítið viðhald nauðsynlegt.
25. Eru einhverjir varahlutir eða íhlutir sem þarf að skipta út?
Gluggar og hurðir gætu þurft viðhald, en meginbyggingin er mjög endingargóð.
26. Henta Bambahús til vetrarræktunar?
Já, þau henta vel til vetrarræktunar. Þau eru klædd 10 mm einangruðu polycarbonate-plasti sem hefur mikinn einangrunarstuðul.
27. Eru Bambahús eldvarin?
Já, húsin eru byggð úr efnum sem ekki brenna. Polycarbonate-plastið er eldtefjandi.
Umhverfi og samfélag
28. Hvernig stuðlar Bambahús að minni úrgangi og aukinni endurvinnslu?
Við notum efni sem annars færu til urðunar og gefum þeim nýtt líf.
29. Hvaða samfélagsverkefni tengjast Bambahúsum?
Við vinnum með leikskólum, grunnskólum og góðgerðarfélögum víða um land.
30. Eru Bambahús flutt heim að dyrum?
Já, við bjóðum upp á afhendingu og flutning hvert sem er á landinu í samráði við kaupanda.
31. Hversu fljótt get ég fengið Bambahús eftir pöntun?
Afhendingartími fer eftir fjölda og stærð, en yfirleitt er hægt að afhenda innan nokkurra vikna.
32. Get ég fengið að skoða Bambahús áður en ég kaupi?
Já, við erum með sýnishús í Reykjavík og bjóðum upp á heimsóknir og kynningar.
33. Hvað ef eitthvað bilar eða skemmist í Bambahúsi?
Við bjóðum upp á viðgerðir, varahluti og leiðbeiningar um viðhald.
34. Henta Bambahús hreyfihömluðum?
Já, gróðurkerin koma í vinnuhæð en er hægt að stilla eftir óskum.
35. Geta Bambahús nýst sem hluti af stærri byggingarlausnum?
Já, hægt er að tengja saman margar einingar og mynda stærri rými.
36. Bjóðið þið upp á ráðgjöf eða fræðslu með kaupum á Bambahúsi?
Já, við veitum ráðgjöf um uppsetningu, ræktun og nýtingu og bjóðum einnig fræðsluverkefni í samstarfi við skóla og samfélög.