Saga okkar
Á jóladag 2019 voru fyrstu tvö Bambahúsin afhent íbúum á Bolungarvík. Húsin hafa síðan þá verið notuð í grunnskólanum þar og markað upphafið að ferðalagi sem hefur breytt úrgangi í verðmæti.
Bambahús hóf starfsemi formlega árið 2020 með þá hugmynd að umbreyta notuðum IBC-tönkum („bömbum“) og afgangsefnum byggingariðnaðar í endingargóð, falleg og gagnleg mannvirki. Þetta er kallað uppvinnsla – þegar efni sem annars væri hent fær nýtt líf og meiri verðmæti en það hafði áður.
Hvar stöndum við í dag
-
Yfir 300 húseiningar hafa verið reistar víðs vegar um landið.
-
Um 30 leik- og grunnskólar nýta Bambahús í ræktun og fræðslu.
-
Þriðjungur húsa hefur farið til samfélagsverkefna, skóla og góðgerðastarfa.
-
Reykjavíkurborg er orðin sú höfuðborg í heiminum sem getur státað af flest gróðurhús í almenningsrýmum á hvern íbúa.
-
Akranesbær er með gróðurhús við alla sína leikskóla nema einn ( þar er ekki pláss)
Hvað við gerum
Bambahús gera fjölnota stálgrindarsmáhýsi sem nýtast sem gróðurhús, kennslurými, hjólageymslur eða samfélagsrými.
Við byggjum nær eingöngu úr endurnýttu efni og höfum þróað nýjar aðferðir í einangrun og samsetningu sem standast íslenskt veðurfar.
Samstarf við Reykjavíkurborg, Íslenska gámafélagið,Krónan, Colas, Skeljung og fleiri aðila hefur gert okkur kleift að koma Bambahúsum inn í leik- og grunnskóla um allt land.
Framtíðarsýn
Við trúum að uppvinnsla verði lykilatriði í framtíð byggingariðnaðar.
Næstu ár stefnum við á að:
-
Fjölga Bambahúsum í skólum og samfélagsverkefnum og efla tengsl við menntun, ræktun og umhverfisvitund.
-
Þróa nýjar vörulínur úr endurnýttum efnum, m.a.:
-
Bambablómapotta fyrir grænmeti, blóm og tré í borgarumhverfi.
-
Bambapotta, kalda og heita, sem eru þegar komnir í framleiðslu.
-
Ylhús, úr bömbum og afgangsefnum byggingariðnaðar, sem nýtast sem saunahús, hjólageymslur og önnur smáhýsi – sjálfbær rými byggð úr afgangsefnum og endurnýttum efnum.
-
Önnur mannvirki og nytjahluti sem sýna fram á möguleika skapandi uppvinnslu.
-
-
Hefja útflutning ekki aðeins á vörum heldur á hugmyndafræði Bambahúsa, til landa þar sem sami vandi er við förgun IBC-tanka, og skapa þannig lausnir sem nýtast bæði samfélagi og umhverfi á alþjóðavísu.
Bambahús stendur fyrir nýsköpun, sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð. Með einföldum lausnum höfum við þegar skapað áþreifanleg áhrif á umhverfi, borgarlandslag og menntun barna.
Við erum rétt að byrja.

Jón Hafþór
Stofnandi & eigandi
Jón Hafþór er maðurinn bak við hugmyndina og upphafsmaður Bambahúsa.
S: 8625008
Carlos
Meðstofnandi
Carlos er allt í senn. Hönnuður, smiður og framkvæmda aflið bak við Bambahús.
S:8549492


Sigrún Arna
Meðstofnandi & fjármálastjórn
Sigrún sér um bókhald og allt sem snýr að fjármálum Bambahúsa
S:7776161
Krummi
Skemmtanastjórinn
Krummi sér um að halda starfsandanum og gleðinni við völd hjá Bambahúsum.
S: voff, voff
