top of page
Screenshot_20240103_005541_Chrome.jpg

Bambahús

          Ræktunarhús fyrir allar árstíðir.

Húsin eru íslensk hönnun og framleiðsla, gerð úr galvaniseruðu stáli og 10 mm einangruðu plasti.
Þau henta heimilum, skólum og samfélögum sem vilja rækta, skapa og lifa nær náttúrunni.

Fjölhæf íslensk ræktunarhús sem laga sig að þínum hugmyndum

Bambahús ræktunarhús eru hönnuð með moldarræktun í huga, þar sem þyngd moldarinnar gerir það oft óþarft að festa húsið við jörð — sléttur flötur nægir.
Húsin eru þó jafn hentug fyrir aðrar ræktunaraðferðir og hægt er að stilla innra rýmið að hvaða notkun sem er.

Hver eining er 6,6 fermetrar  með allt að 9,3 fm ræktunarpláss, Hægt að sameina þær í tvöföld, þreföld eða stærri samstæður, eftir rými og þörfum.
Gróðurkerin má fjarlægja ef óskað er eftir opnu vinnurými eða sérhæfðu innra skipulagi.

Einföld uppsetning, sterkt efnisval og sveigjanleiki í hönnun gera Bambahús ræktunarhús að lausn sem hentar fjölbreyttum verkefnum — hvort sem það er ræktun, fræðsla, hönnun, vinnusvæði eða kósý rými.

598879971_869754902110223_8307545669926447838_n.jpg

 
Bambahús eru ræktunarhús sterkari og fjölhæfari en hefðbundin gróðurhús. þau sameinaburðarstyrk, einangrun og stillanlegt rými í lausn sem aðlagast ótrúlega mörgum verkefnum og hugmyndum. Með betri nýtingu á fermetrum, öruggara byggingarefni, meiri stöðugleika í veðri og mun meiri sveigjanleika til framtíðar.

  • Sterkari stálgrind en venjuleg gróðurhús

  • 10 mm einangrun fyrir stöðugt loftslag

  • Engin jarðfesting nauðsynleg

  • Sveigjanlegt innra rými – fjarlægjanleg gróðurker

  • Módúlbygging: 6,6 m² einingar → tvöfalt → þrefalt → stærra

  • Viðhaldslítið og langlíft

  • Hentar alla ræktun og notagildi.

  • Hús sem „vex“ með þér

Kostir fyrir skóla

 

Yfir 30 leik- og grunnskólar um allt land nota Bambahús ræktunarhús í dag — og fjöldinn eykst hratt.
Þessi sterklega samþykki frá skólum hefur leitt til þess að sveitarfélög og fræðsluyfirvöld eru farin að sýna aukinn áhuga á því að gera ræktun að eðlilegum hluta skólastarfs.

  • Börn læra með höndunum og skynfærunum

  • Rýmið hentar jafnt litlum hópum og stórum

  • Engin jarðfesta nauðsynleg → auðvelt að staðsetja við leikskóla eða skólalóð

  • Sveigjanlegt rými sem hægt er að nota allt árið

  • Örugg hönnun, traust burðarvirki og stöðugt loftslag

  • Hentar einnig sem kennslurými, tilraunastofa eða kósý-rými

  • Styrkir skólasamfélag, samvinnu og ábyrgð

unnamed.jpg
Sb7G2NI9Pb6hn1-ZJWiuZEW62044LI6OtPZXIuwmu3M_edited.png

IBC-tankar („bambar“)  breytast úr flutningseiningum í burðarvirki, gróðurker og varanlega innviði.
Með þessari umbreytingu verða þeir hluti af hringrásarhagkerfi sem byggir á endurnýtingu efnis, lengri líftíma og skapandi hönnun.

Hafa samband

Gufunesi - Skemma 9

112 Reykjavík

862 5008 - 777 6161

  • Facebook
  • Instagram

Fyrirspurn móttekin

©2023 by Bambahús.

bottom of page