top of page
Tómt hús_edited.jpg

Bambahús

Bambahús eru íslensk gróðurhús  sem hentar í alla ræktun hvort sem er til heimilis eða atvinnu. Þau eru smíðuð úr galvaneseraðri stálgrind, klædd með 10mm einangruðu gróðurhúsaplasti og koma með sérsmíðaðri stálhurð ásamt loftglugga með stormjárni.

 

A64B312D-EEC1-4562-B0A8-5C96E42FBC08.jpg

20220923_155728 (1).jpg

Bambahús eru sterkbyggð og hafa flest verið hönnuð með moldarræktun í huga. Hönnun húsana gerir það að verkum að oftast er ekki þörf á jarðfestu  vegna eigin þunga hússins ásamt moldinni. Aðeins þarf sléttan flöt. Hægt er festa Bambahús við undirlag ef þess er óskað.

Bambahús eru viðhaldslítil  þó auðvitað þurfi að smyrja og bera á hurðar og hreyfanleg fög sérstaklega nærri sjávarsíðunni.

Þó flest húsin hafa fyrst og fremst verið hönnuð til að rækta mat í mold, þá henta húsin í flestar aðrar tegundir ræktunar ásamt  kósý og vinnusvæði. Hægt er að gera breytingar eftir óskum

Í Bambahúsi er hægt að rækta allan ársins hring.

Bambahús standa fyrir: Uppvinnslu, nýsköpun, verðmætasköpun, sjálfbærni, næringu, fæðuöryggi, fræðslu, atvinnusköpun og umhverfisvernd.

Helstu kostir Bambahúsa:

Bambahús þurfa aðeins sléttan flöt.

Bambahús þola vel vind og snjóþunga.

Bambahús koma með gróðurkerjum.

Bambahús nýtir fermetrapláss betur en önnur gróðurhús.

Bambahús henta fyrir hreyfihamlaða.

Bambahús er hægt að lengja og hækka eftir þörfum.

Bambahús er hringrásarhagkerfið í allri sinni mynd.

Bambahús eru létt, meðfæranleg og alltaf hægt að bæta við einingum.

IMG_0581_edited.jpg
300581309_613061473535983_7119483347848755675_n.jpeg

Menntun

Bambahús eru alveg kjörin til notkunar bæði við kennslu og fræðslu. Í framtíðinni má sjá fyrir sér Bambahús verði eins sjálfsagður hlutur í skólum eins og hvert annað verkfæri börnum til heilla. Auk þekkingar í ræktun fá einstaklingar innsýn í fjölbreytileika efna í Bambahúsum. Sama gildir um nemendur á framhaldsskólastigi sem vilja sérhæfa sig frekar á sviði ræktunar. Hvert gróðurker er einangrað frá hvoru öðru sem gerir allar athuganir og tilraunir auðveldar.

 

Barn sem að ræktar kál, borðar kál.

Atvinnusköpun

Við viljum skapa atvinnutækifæri á öllum landshlutum. Bambahús gæti starfað sem þverfaglegt samstarf margra stétta og skapað mörg atvinnutækifæri.

DSCF9953.JPG
Gufunes.jpg

Gufunes

Skemma 9
112 Reykjavík

S. 862 5008 - 7776161

kt. 550121-1150

Banki. 0370-26-550131

  • Facebook
  • Instagram
bottom of page