BAMBAHÚS
Sjálfbær gróðurhús fyrir grænni framtíð
Húsin okkar
Bambahús eru gróðurhús byggð úr 1000 lítra IBC tönkum sem kallast bambar sem við seljum til opinberra stofnana eins og leik- og grunnskóla. Í kjölfarið myndast hringsrásarkerfi þar sem við endurnýtum vökvaumbúðir sem annars væru fluttar úr landi og urðaðar og teljast þar með til rusls, til að búa til gróðurhús þar sem fólk getur lært sjálfbærni og ræktun. Við spörum fyrirtækjum kostnað við að farga, gefum samfélaginu tækifæri til að vera sjálfbær í matarframleiðslu og minnkum kolefnisspor landsins til muna.
Menntun
Við viljum skapa vettvang fyrir börn og unglinga til að afla sér þekkingu á sviði ræktunar. Sama gildir um nemendur á framhaldsskólastigi sem vilja sérhæfa sig frekar og rannsaka á sviði ræktunar í mold eða vatni.
Atvinnusköpun
Við viljum færa út kvíarnar og skapa atvinnutækifæri á öllum landshlutum. Bambahús gæti starfað sem þverfaglegt samstarf margra stétta og skapað mörg atvinnutækifæri á þessum ófyrirsjáanlegu tímum.
Framtíðarsýn
-
Markmið okkar er að koma gróðurhúsi fyrir í öllum skólum landsins. Einnig viljum við útvega elliheimilum og heimilum fatlaðra hús, sniðið að þeirra þörfum.
-
Við viljum veita öllum fyrirtækjum, mötuneytum þeirra og veitingastöðum gróðurhús til þess að fleiri vinnustaðir hafi möguleika á að útvega sín eigin matvæli.
-
Teikningar á húsunum okkar viljum við gera "open source" á netheimum svo að fólk geti lært að smíða sér hús hvar sem er í heiminum.
-
Bambahús eru ekki skorðuð við Ísland eitt og sér, heldur sjáum við það sem alþjóðlegt verkefni sem getur fest rætur sínar í hvaða landi sem er.
-
Bambahús er stærra og meira en bara gróðafyrirtæki heldur opið samfélagsverkefni. Við hugsum starfsemina út frá ást og samvinnu og út fyrir ramma hins almenna hagkerfis.