top of page
DesignMarch-JulietteRowland63_edited_edited_edited.jpg

BAMBAHÚS

Umhverfisvæn gróðurhús

IMG_5003.jpeg

​Húsin okkar

Bambahúsin eru einstök hönnun sem hentar í alla ræktun. Bambahús eru gróðurhús sem gerð eru úr 1.000L IBC tönkum. Húsin eru létt, traust, fyrnasterk, falleg, og sérhönnuð með íslenskt veðurfar í huga. Endurvinnsla, nýsköpun, verðmætasköpun, atvinnuþróun, sjálfbærni, næring og umhverfisvernd eru allt atriði sem eiga við Bambahúsin. Bambahús eru smíðuð úr stálgrind sem er klædd með 10mm. einangruðu gróðurhúsaplasti sem henta afar vel til vetrarræktunar. Hæð gróðurkerja er hægt að stilla eftir þörfum hvers og eins og með því að nota báðar hæðir er hægt að fá allt að 9,3fm af ræktunarplássi. Auðvelt er að lengja gróðurhúsin með því að setja þau saman og einnig er möguleiki á að búa til autt svæði með engum gróðurkerjum. Hægt er að koma fyrir lýsingu með hagkvæmri LED ljósum og hita með affalli húsa eða rafkyndingu. Bambahús koma fullbúin með gróðurkerjum, hægt er að setja húsin niður nánast hvar sem er, aðeins þarf sléttan flöt og ekki er þörf á jarðfestu. Bambahús henta því öllum allstaðar hvort sem er fyrir einstaklinga, stofnanir eða atvinnu.

Framtíðarsýn

  • Markmið okkar er að koma gróðurhúsi fyrir á sem flestum stöðum á landinu. Að leikskólar, skólar og opinberar stofnanir hafi tækifæri til að læra og nýta gróðurhúsin til ræktunar í nærumhverfi. Einnig viljum við útvega einstaklingum, atvinnulífi og stofnunum hús, sniðið að þeirra þörfum. Á þann hátt stuðlum við að ræktun í nærumhverfi, drögum úr kolefnissporinu og tökum þátt í hringrásarhagkerfinu. 

 

  • Við viljum veita öllum einstaklingum, leik- og grunnskólum, og fyrirtækjum gróðurhús til þess að fleiri vinnustaðir hafi möguleika á að útvega sín eigin matvæli. 

 

  • Með samstilltu átaki væri hægt að umbreyta öllum þessum umbúðum í falleg gróðurhús. Á þann hátt stuðlum við að ræktun í nærumhverfi, drögum úr kolefnissporinu og tökum beinan þátt í hringrásarhagkerfinu.

 

  • Við hugsum starfsemina út frá ást og samvinnu, allra hag og út fyrir ramma hins almenna hagkerfis. 

15382516-C684-421C-B436-F6B9C7FA8B1C_edited.jpg
300581309_613061473535983_7119483347848755675_n.jpeg

Menntun

Bambahús eru alveg kjörin til notkunar bæði við kennslu og fræðslu. Í framtíðinni má sjá fyrir sér Bambahús verði eins sjálfsagður hlutur í skólum eins og hvert annað verkfæri börnum til heilla. Auk þekkingar í ræktun fá einstaklingar innsýn í fjölbreytileika efna í Bambahúsum. Sama gildir um nemendur á framhaldsskólastigi sem vilja sérhæfa sig frekar á sviði ræktunar. Hvert gróðurker er einangrað frá hvoru öðru sem gerir allar athuganir og tilraunir auðveldar.

 

Barn sem að ræktar kál, borðar kál.

Atvinnusköpun

Við viljum skapa atvinnutækifæri á öllum landshlutum. Bambahús gæti starfað sem þverfaglegt samstarf margra stétta og skapað mörg atvinnutækifæri sem að henta öllum.

DSCF9953.JPG
Gufunes.jpg

Contact

Gufunes

Skemma 9
112 Reykjavík

S.862 5008

  • Facebook
  • Instagram
bottom of page