Bambapottur

Við kynnum með stolti bambapottinn, nýjastu viðbót í bambasmiðjuna okkar. hugmyndin er einföld: við tökum bambann, skerum af honum toppinn og klæðum hann að utan með gagnvörðu timbri. Þægilegt er hve lítil skuldbinding fylgir og hve auðvelt er að flytja hann til. Potturinn er hentugur heitur sem kaldur, tilvalinn í bakgarðinn og jafnvel svalirnar, fyrir 2-3 manneskjur.

Húsin okkar

Bambahús koma í einingartali og eru gerðar úr sjö bömbum að meðaltali. Það jafngildir sjö bömbum sem hefðu annars verið urðaðir eða brenndir. Einingin er 6,6m² og inniheldur fjögur gróðurker en hægt er að bæta við einingum að vild. Húsin eru fyrnarsterk, fislétt og auðfæranleg.